Hoppa yfir í aðalefni

SSH lyklar og tengingar.

Við nýtum SSH-lykla til að tengjast innskráningarhnútunni á öruggan hátt við Elju. Allir SSH lyklar eru í pörum; einkalykill sem er hýstur á vélbúnaði þínum, og dreifilykil sem hýstur er á innskráningarhnútunni.

Varúð

Þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum deila innihaldi einkalykilsins þíns. Einkum ef umsjónarmenn biðja þig um það.

SSH-lykill á að vera einkvæmur fyrir þá vél sem hann er smíðaður á (þ.e. ekki afrita/senda hann milli véla). Ef þú vilt nota fleiri en eina vél til að tengjast Elju þá þarftu að búa til lykil fyrir hverja vél og hafa samband við umsjónarmenn.

Athugið

Ef þú ert utan háskólanetsins er sterklega mælt með því að tengjast Elju í gegnum VPN-tengingu, sérstaklega ef þú ert erlendis. Þetta eykur á öryggið. Sjá hér ISL/ENGL leiðbeiningar um hvernig setja skuli upp VPN-tengingu við Háskóla Íslands.