Hoppa yfir í aðalefni

Gagnastjórnun og flutningur fyrir Mimir-II

Öll stór gagnasöfn - þ.e gögnin sem þú munt vinna með - ættu að fara í þína persónulegu Mimir skrá:

/hpcdata/Mimir/$USER

Hér og hér á eftir vísar uname til notendareiknings/innskráningarnafns. Þú getur einnig notað $USER til þess að auðvelda innsláttinn.

Þú getur einnig flutt gögn inn i sameiginlega skrá ef það eru fleiri en einn notandi sem vinna með sömu gögnin:

/hpcdata/Mimir/shared/

Allir Mimir-II notendur tilheyra sama hóp HTC_MIMR, sem hefu aðgang að sameiginlegu möppuni. Eftir að gögnin hafa verið flutt í sameiginlegu möppuna þarf að breyta eignahaldi og leyfi:

[..]$ chown -R <uname>:HTC-Mimir /hpcdata/Mimir/shared/data

og þar á eftir:

[..]$ chmod -R 771  /hpcdata/Mimir/shared/data

sem gerir skrána/skrárnar les- skrif- og keyranlegar fyrir alla í hópnum HTC-Mimir.

Athugið

Hafðu samband við kerfisstjóra ef þú þarft að deila gögnum á öruggan hátt milli tiltekinna notenda.

Varúð

Elja er ekki gagnageymslutæki! Það er takmarkað magn af diskplássi. Til að sýna öðrum notendum Elju kurteisi vinsamlegast fjarlægið stór gagnasöfn eftir að þau hafa verið notuð. Stórum gögnum sem standa ósnert í TBD mánuði verður eytt.

Flutningur gagna frá Mimir-I til Mimir-II

Þegar aðgangur þinn er virkur og þú hefur skráð þíg inn á Elju (sem hýsir Mimir-II) getur þú notað scp skipunina til að flytja skrár frá Mimir-I.

Fyrir einstakar skrár:

[..]$ scp -p <mimir1username>@mimir.cs.hi.is:/nfs/bigdata/../data /hpcdata/Mimir/<uname>/.

og fyrir möppur með margar skrár skaltu bæta við -r (endurkvæmt):

[..]$ scp -p -r <mimir1username>@mimir.cs.hi.is:/nfs/bigdata/../data/ /hpcdata/Mimir/<uname>/.

Flutningur staðbundinna gagna til og frá Mimir-II

Í unix kerfi eru skinarnirnar nokkurvegin þær sömu og hér að ofan og gerast í skipanaglugga á staðbundinni tölvu.

Frá staðbundnu til Elju:

[..]$ scp -p -r localdata/ <uname>@elja.hi.is:/hpcdata/Mimir/<uname>/.

Frá Elju til staðbuninna:

[..]$ scp -p -r <uname>@elja.hi.is:/hpcdata/Mimir/<uname>/data/ .

Fyrir Windows er mælt með því að nota FileZilla eða Cyberuck. Sjá kaflann um tengingu og SSH lykla fyrir leiðbeiningar um hvernig á að setja upp SFTP tenginguna.

Varúð

ÖLL gagnastjórnun ætti að fara fram í persónulegu eða sameiginlegu Mimir möppuni. Ekki reyna að geyma stórar skrár í heimamöppunni /users/home/uname. Kerfisstjórinn áskilur sér rétt til að fjarlægja stórar skrár af /users/home/uname svæðinu án fyrirvara.